Óúthlutuð verkefni á verkefnalistanum

Breytt Mon, 7 Okt kl 12:39 PM

Á stórum söfnum er mikilvægt að hafa gott verklag um það hverjir sjá um tiltekin verkefni, svo sem millisafnalán, pantanir, reikninga o.fl. Mörg verkefni sem sitja í verkefnalistanum er ekki búið að úthluta á neinn. Það þarf að skoða þann lista og athuga hvort að bókasafnið þitt á einhver verkefni sem ekki er búið að úthluta og úthluta þeim verkefnum á rétta manneskju. Ekki er alltaf nauðsynlegt að úthluta verkefnum á starfsmann til þess að vinna með þau.


Ath. Allir starfsmenn hafa aðgang að þeim verkefnum sem ekki hefur verið úthlutað.



Úthlutun 

Á verkefnalistanum birtast ýmis verkefni sem geta heitið „Án úthlutunar“. Hægt er að smella á þau verkefni og úthluta á viðeigandi starfsmann.


Hér er dæmi um hvernig er hægt að úthluta verkefni á verkefnalistanum.


Smella á „Yfirferð - án úthlutunar“ 



Fara í þrípunktana og velja annaðhvort „Úthluta til mín“ eða „Úthluta til“. 



Ef valið er „Úthluta til“ þarf að velja viðeigandi starfsmann og smella á „Vista“. Hægt er að setja inn athugasemd með úthlutuninni. 



Þá birtist það á verkefnalista þess starfsmanns sem „úthlutað til þín“. Skilaboðin sem sett voru inn sjást undir „Athugasemdir“.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina