Endurnýja millisafnalán að fyrra bragði

Breytt Wed, 6 Nóv kl 3:22 PM

EFNISYFIRLIT

Inngangur

Hægt er að hefja endurnýjunarferli millisafnaláns á ýmsan hátt, sjá nánar um endurnýjanir.


Þessi grein gerir ráð fyrir að starfsmaður á safni eintaksins byrji endurnýjunarferlið að fyrra bragði eftir að hafa séð millisafnalánið í verkefnalista merkt sem „Vanskil“.



Skref 1 - Starfsmaður sér í verkefnalista að beiðni er komin í vanskil

Daginn eftir að skiladagur rennur upp þá fær millisafnalánið stöðuna „Vanskilabeiðni“. Slíkar beiðnir birtast í verkefnalista hjá safni eintaksins „Aðsendar MSL-beiðnir“:




Með því að smella á „Vanskil - án úthlutunar“ birtast beiðnirnar sem eru í vanskilum






Skref 2 - Endurnýja millisafnalánið


Starfsmaður getur endurnýjað millisafnalánið þrátt fyrir að hvorki lánþeginn né safn lánþegans hafi beðið um endurnýjun. 


Það er gert með því að ýta á þrípunktana og velja „Endurnýja“.



Í forminu þarf að velja nýjan skiladag. 


Einnig er hægt að setja inn texta í athugasemd til samstarfsaðila. Ef það er gert þá birtist millisafnalánið í verkefnalista hjá samstarfssafninu.


Ýta svo á hnappinn „Endurnýja“




Beiðnin fær nú stöðuna „Móttekið af samstarfsaðila“ og skiladagur hefur uppfærst.




Sjálfkrafa póstur er einnig sendur til lánþegans um að millisafnalánið hafi verið endurnýjað. Sá póstur er sendur í nafni safns lánþegans.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina