EFNISYFIRLIT
Upplýsingar um námskeið
Hægt er að finna öll væntanleg námskeið undir „Á döfinni“, hægra megin á heimasíðu Landskerfis bókasafna eða með því að smella hér.
Lengri listi fæst með því að smella á örina fyrir „Meira“.
Hægt er að velja úr fellilista og takmarka námskeið við kerfi, eða efnistegund og smella síðan á „Áfram“.
Þá koma upp þau námskeið sem uppfylla skilyrðin.
Skráning á námskeið
Þegar smellt er á titil námskeiðs birtast frekari upplýsingar um það með hlekk í skráningarform „Skrá mig“.
Í skráningarforminu þarf fyrst að velja bæði dagsetningu og tíma, þó svo að aðeins sé um einn dag og tíma að ræða, annars koma villuboð.
Ath: Dagatalið sýnir alltaf núverandi mánuð, notið örvarnar til að finna réttan mánuð.
Ef margar dagsetningar innan sama mánaðar eru í boði þá er fyrsta dagsetningin sjálfvalin, en aðrar mögulegar dagsetningar sjást með dekkra letri:
Síðan þarf að fylla inn nafn, netfang og vinnustað þátttakanda.
Mjög mikilvægt er að netfang sé rétt skráð. - Smella síðan á „Bóka“.
Þá birtist þessi staðfesting. Staðfesting og e.t.v. tilkynningar um breytingar eru sendar á netfang þáttakenda, því er rétt netfang nauðsynlegt.
Skráningu bætt í dagatal
Staðfesting á skráningu á námskeið er send á netfang viðkomandi - í póstinum er viðhengi.
Smella þarf á viðhengið og velja „Add to Calender“.
Staðfesting birtist hjá viðhenginu.
Námskeiðið birtist í dagatalinu.
Að hætta við námskeið
Í staðfestingarpósti er einnig að finna hnapp „Breyta tímasetningu“. Þar er líka hægt að hætta við skráningu.
Ef smellt er á hann birtist form með nokkrum valkostum. Ef smellt er á „Hætta við bókun“
Þá er beðið um staðfestingu.
Ef staðfest er þá koma upp þessi skilaboð.
Staðfestingarpóstur berst á skráð netfang.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina