Bóka fjarfund

Breytt Tue, 10 Des kl 11:58 AM



EFNISYFIRLIT


Þjónustan


Hægt er að bóka fjarfund með starfsfólki Landskerfis bókasafna til að sinna sértækum verkefnum og vandamálum. 


Þessi þjónusta er í þróun. Til að byrja með verður einungis hægt að bóka fjarfundi annars vegar vegna verkefnisins „Tiltekt í lýsingu eintaka“, og hins vegar vegna sértækra vandamála í endurnýjun tímaritaáskrifta.. Þegar fram líða stundir mun möguleikunum fjölga.


Smelltu á hnappinn „Fjarfundarbókun“ til að fara á bókunarsíðuna (opnast í nýjum glugga).


Fjarfundarbókun - opnast í nýjum glugga


Fundur bókaður


Á bókunarsíðunni þarf fyrst að velja þjónustu.



Að því loknu þarf að velja bæði dagsetningu og tíma, jafnvel í þeim tilfellum þegar aðeins er um einn dag eða tímasetningu að ræða. 


Hægt er að fletta dagatalinu til að sjá fleiri dagsetningar.



Svo þarf að fylla inn upplýsingar um þátttakanda og haka við samþykki um vinnslu persónuupplýsinga.



Mjög mikilvægt er að netfang sé rétt skráð.  -  Smella síðan á „Bóka“. 


Þá birtist þessi staðfesting. Staðfesting og e.t.v. tilkynningar um breytingar eru sendar á netfang þátttakenda, því er rétt netfang nauðsynlegt.




Skráningu bætt í dagatal


Staðfesting á fundarbókun er send á netfang viðkomandi - í póstinum er viðhengi.



Smella þarf á viðhengið og velja Add to Calender“, eða tvísmella á viðhengið og staðfesta í nýjum glugga. 



Fundarbókunin birtist í dagatalinu.




Að hætta við fundarbókunina


Í staðfestingarpóstinum er einnig að finna hnappinn  Breyta tímasetningu“. 



Ef smellt er á þennan hnapp birtist form með nokkrum valkostum.  


Ef smellt er á Hætta við bókun



Þá er beðið um staðfestingu.



Ef staðfest er þá koma upp þessi skilaboð.



Staðfestingarpóstur berst á skráð netfang.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina