Sjá myndband neðst á síðunni.
Þessi hluti ferilsins er einungis mikilvægur ef þarf að laga kjalmerkinguna t.a.m. þegar um nýjar forðafærslur er að ræða.
Kerfið sér hvaða kjalmerking hefur verið notuð í sömu forðafærslu og afritar hana yfir á nýju eintökin.
EFNISYFIRLIT
- Skref 1 - Smella skal á „Eintök í vinnslu“ (undir „Aðföng“ í vinstri valmynd).
- Skref 2 - Smella á þrípunktana og velja „Breyta eintaki í safnskrá“.
- Skref 3 - Til þess að breyta forðafærslunni er smellt á hlekkinn undir „Forði“ hægra megin á skjánum eða í borðanum efst uppi á skjánum (fer eftir skjálögun).
- Skref 4 - Smella á „Breyta“.
- Skref 5 - Laga kjalmerkinguna fyrir aftan 852. Passa að stroka ekki út $$h.
- Skref 6 - Smella á „Vista og losa færslu“, fara til baka í „Eintök í vinnslu“.
- Skref 7 - Aðeins ef þarf að breyta um strikamerki skal smella á „Fela lýsigagnaritil“, breyta um strikamerki og velja „Vista“.
Skref 1 - Smella skal á „Eintök í vinnslu“ (undir „Aðföng“ í vinstri valmynd).
Það er farið í „Eintök í vinnslu“ undir „Aðföng“ í vinstri valmyndinni.
Eftirfarandi stillingar þarf einungis að stilla einu sinni og svo festast þær inni.
Það þarf að passa að „Tegund verkbeiðni“ sé alltaf stillt á „Acquisition technical services“.
Mikilvægt er að fara í tannhjólið og velja „Raðtákn“ og fara neðst í listann og velja „Lokið“. Þá er hægt að sjá kjalmerkinguna á nýju titlunum og skoða hvort það sé allt rétt skráð.
Það er hægt að sía listann eftir ferilstöðu bókanna í „Staða ferils“. En til þess að sjá allan listann skal vera með stillt á „Allt“.
Skref 2 - Smella á þrípunktana og velja „Breyta eintaki í safnskrá“.
Kerfið býr oftast sjálfkrafa til raðtákn eftir Dewey númeri sem er tekið úr bókfræðiskráningunni. Ef það þarf að breyta kjalmerkingu á eintaki er farið í þrípunktana og valið „Breyta eintaki í safnskrá“.
Þá opnast gluggi sem heitir „Ritill fyrir áþreifanleg eintök“.
Skref 3 - Til þess að breyta forðafærslunni er smellt á hlekkinn undir „Forði“ hægra megin á skjánum eða í borðanum efst uppi á skjánum (fer eftir skjálögun).
Skref 4 - Smella á „Breyta“.
Þá opnast gluggi sem heitir Færsluyfirlit og þar skal smella á „Breyta“ til þess að laga forðafærsluna.
Skref 5 - Laga kjalmerkinguna fyrir aftan 852. Passa að stroka ekki út $$h.
Nú opnast lýsigagnaritillinn. Aftarlega í línu 852 birtist $$h og tillaga að kjalmerkingu þar fyrir aftan. Í sumum tilfellum birtist textinn „Flokkstala hér“.
Ef ekkert $$h er í línunni þarf að bæta því við. Það þarf líka að passa að eyða hvorki út $$h né bilinu á milli $$h og kjalmerkingar.
Hér er sett inn kjalmerking samkvæmt venjum á viðkomandi safni. Hafa þarf í huga að kjalmerkingin í forðafærslunni gildir fyrir öll eintök af sama titli sem eru í sömu safndeild.
ATH: Þegar kjalmiðinn er prentaður kemur ný lína á eftir hverju bili. Ef nauðsynlegt er að setja bil á milli orða í sömu línu þarf að nota fastbil (non-breaking space). Það er gert með ALT-0160, þ.e. halda ALT takkanum niðri og slá inn 0160 á talnaborðinu hægra megin á lyklaborðinu. Þá verður til önnur tegund af bili sem kallar ekki á línuskiptingu í prentun.
Skref 6 - Smella á „Vista og losa færslu“, fara til baka í „Eintök í vinnslu“.
Þegar búið er að laga kjalmerkinguna er farið í „Vista og losa færslu“ í flettiglugga undir „Vista“ eða ýtt á flýtitakkana Ctrl+Alt+R á lyklaborðinu.
Þegar kerfið hefur lokið við að vista þá hverfur færslan úr lýsigagnaritlinum og þá er hægt að fara aftur yfir í „Eintök í vinnslu“. Ef það þarf að breyta um strikamerki skal fylgja næsta skrefi.
Skref 7 - Aðeins ef þarf að breyta um strikamerki skal smella á „Fela lýsigagnaritil“, breyta um strikamerki og velja „Vista“.
Ef það þarf að breyta um strikamerki þá er farið í „fela lýsigagnaritil“ neðst í vinstra horninu eða ýtt á Alt+M á lyklaborðinu.
Þá opnast aftur gluggi sem heitir „Ritill fyrir áþreifanleg eintök“.
Hér er hægt að stroka út strikamerkið og setja inn viðeigandi strikamerki. Ekki skal smella á „Búa til“.
Svo skal smella á „Vista“ og þá opnast glugginn aftur inn í „Eintök í vinnslu“.
Sjá leiðbeiningar fyrir næsta skref á aðfangafæribandinu:
4. Kjalmiðaprentun (Eintök í vinnslu og SpineOMatic)
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina