Undir flipanum „Bönn“ í lánþegafærslunni er hægt er að bæta við banni á lánþega svo að lánþegi geti ekki fengið neitt lánað frá viðkomandi bókasafni.
Starfsmenn sjá aðeins bönn frá sínu safni eða samstarfssöfnum.
Smellið á „Bæta við banni“ til að opna formið.
Það má alls ekki haka við „Bæta við sem ytra“.
Lýsing á banni
Hér er best að velja Lánþegi hefur engar heimildir til að koma í veg fyrir að lánþeginn fái þjónustu frá safninu. Í þessu banni felst að lánþeganum er hvorki heimilt að fá lánað, endurnýja né taka frá.
- Athugið: Aðrir möguleikar í felliglugganum eru arfur frá fyrra kerfi og bíða fínstillingar.
Gildistími
Mögulegt er að setja gildistíma á bannið. Ef það er gert, þá eyðist bannið sjálfkrafa þegar dagsetningin rennur upp. Ef enginn gildistími er valinn þá helst bannið í gildi þar til því er eytt handvirkt út.
Eigandi
Bókasafnið kemur sjálfkrafa inn. Hægt er að velja annað bókasafn ef starfsmaður hefur heimild í fleiri bókasöfn. Bannið gildir eingöngu fyrir viðkomandi bókasöfn, athugið því að það þarf að setja inn fleiri bönn ef útibú eru fyrir hendi (eitt bann fyrir hvert safn).
Athugasemd
Hægt er að setja inn skýringu á banninu í athugasemdareitinn.
Ef lánþegi er með bann þá birtist sprettigluggi ef lánþeganum er flett upp í „Umsjón með lánþegaþjónustu“
Varist að ýta á „Hnekkja“. Ef það er gert þá er búið að opna á að lánþeginn geti fengið lánað í þessari útlánalotu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina