EFNISYFIRLIT
Til þess að fylgjast með frátektum sem ekki hafa verið sóttar og hafa fallið á tíma, skal smella á „Útlán“ og velja síðan „Útrunnin frátektarhilla“.
Þá birtist listi yfir það efni þar sem gildistími í frátektarhillu er útrunninn. Hægt er að raða listanum eftir ýmsum leiðum.
Hér er hægt, í hnöppunum hægra megin, að velja að setja eintökin „Aftur í hillu“ eða framlengja frátektina „Uppfæra gildistíma“.
Uppfæra gildistíma
Til þess að framlengja frátekt er smellt er á „Uppfæra gildistíma“ hægra megin á skjánum.
Þá kemur upp dagatal með núverandi lokadegi á frátekt, þar þarf að velja nýja dagsetningu og smella síðan á „Vista“.
Þá fer gagnið aftur í virka frátektarhillu.
Fjórir flipar eru ofan við listann yfir útrunnin eintök: „Aftur í hillu“, „Senda til útlánaborðs“, „Senda til bókasafns“ og „Virkja næsta“.
Aftur í hillu
Ef hætt er við frátekt eða frátektartíminn er útrunninn og eintakið á að fara inn í safnið, skal velja eintök, eitt eða fleiri og smella á „Aftur í hillu“.
Þá birtist eintakið sem tiltækt í safnkostinum.
Senda til útlánaborðs
Þessi virkni er ekki í notkun eins og er í Gegni.
Senda til bókasafns
Þessi skipun er notuð þegar verið er að senda efni milli útibúa sama safns, sbr. útibú Borgarbókasafns, eða milli samstarfssafna, t.d. í landshlutasamstarfi.
Virkja næsta
Flipinn „Virkja næsta“, færir næsta lánþega upp á biðlistanum fyrir gagninu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina