Til þess að komast inn í tölfræðihluta Gegnis sjá :
EFNISYFIRLIT
Inngangur
Mánaðarlega tölfræðin er sett þannig upp að það er hægt að velja það ár sem verið er að skoða og upplýsingarnar sem birtast eru lifandi tölur sem uppfærast reglulega.
Til að mynda er hægt að sjá mánaðarlega tölfræði fyrir mars mánuð þó að hann sé ekki búinn.
Tölfræðin er svokallað stjórnborð, í því eru margar töflur/skýrslur, en þegar búið er að velja safn og ár í einni töflu/skýrslu helst það inni þegar aðrar töflur eru skoðaðar.
Velja safn
Þegar rétta tölfræðin er fundin er smellt á „Skoða skýrsluna í heild“.
Það fyrsta sem skal gera er að velja bókasafn, velja það ár sem á að skoða og smella á „Apply“.
Síunin vistast á milli skýrslna og því þarf aðeins að velja bókasafn og ártal einu sinni. Hægt er að velja tegundir af skýrslum í flipunum efst í glugganum.
Útlán, skil o.fl.
Þessi skýrsla sýnir upplýsingar um mismunandi útlán eftir útlánastöðu. Ath. að tölur sem að birtast eftir „Skil“ („Returns“) eru taldar inn í útlánatölurnar og því þarf ekki að leggja þær saman til þess að fá heildarniðurstöðu.
Útlán eftir lánþegahóp og kyni
Þessi skýrsla sýnir upplýsingar um útlán og endurnýjanir eftir lánþegahóp og kyni. Ef lánþegi er ekki skráður eftir kyni þá stendur VANTAR. Ef það vantar lánþegahóp þá teljast útlánin ekki með og því fást ekki sömu tölur þegar verið er að skoða útlán eftir lánþegahóp og útlán eftir safndeild.
Útlán eftir safndeild
Þessi skýrsla sýnir upplýsingar um útlán og endurnýjanir eftir safndeildum.
Útlán eftir efnistegund
Skýrslan sýnir útlán eftir efnistegund. Misjafnt eftir söfnum hvaða tegundir efnis eru í boði.
Útlán eftir útlánaborði
Skýrslan sýnir útlán eftir útlánaborði.
Flest söfn eru bara með eitt útlánaborð en á söfnum með sjálfsafgreiðsluvélar eru þær settar upp sem sérstakt útlánaborð.
Skýrslur á öðru formi
Til að prenta skýrslur - nota „Print“ hlekkinn og velja form úr felliglugga.
Að flytja gögn á annað form - nota „Export“ hlekkinn og velja „Formatted“ eða „Data“ og velja form úr felliglugga.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina