EFNISYFIRLIT
Inngangur
Í verkefnalistanum birtist stundum „Pöntunarlínur með kröfum“ (undir „Pöntunarlínur“).
„Pöntunarlínur með kröfum“ er í raun listi yfir eintök sem ættu að hafa borist en hafa enn ekki verið móttekin (undir „Taka á móti“).
Þarna er þýðingin á kerfinu ruglingsleg og getur orðið til þess að fólk haldi að kröfubréf hafi verið send, en það er í raun ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.
Stundum eru þetta eintök sem hafa verið í „Taka á móti“ of lengi. Til þess að losna við þetta þarf að móttaka eintökin í „Taka á móti“.
Oftast eru þetta tímarit sem hefur seinkað frá útgefanda.
Ef um er að ræða tölublöð sem hefur seinkað frá útgefanda þá er hægt að smella á "Pöntunarlínur með kröfum" í verkefnalistanum, finna rétta tímaritið í listanum sem birtist og ýta á hnappinn "Breyta áætlaðri dagsetningu".
Ef hinsvegar það er alveg ljóst að viðkomandi eintök munu ekki berast, þá er einfaldast að afrita strikanúmerið, fara í eintakaleit og fjarlægja viðkomandi eintak.
Pöntunarlínur með kröfum
Undir Verkefni á forsíðu skal smella á „Pöntunarlínur“ - þar undir „Pöntunarlínur með kröfum“.
Þá birtist listi yfir þær innkaupapöntunarlínur með ítrekun sem tilheyra þínu safni.
Breyta móttökudagsetningu
Ef um er að ræða tölublöð sem hefur seinkað frá útgefanda þá er hægt að smella á "Pöntunarlínur með kröfum" í verkefnalistanum, finna rétta tímaritið í listanum sem birtist og ýta á hnappinn "Breyta áætlaðri dagsetningu".
þá birtist form til að fylla inn nýja dagsetningu - og bæta við athugasemd ef vill.
Þegar ný dagsetning er komin, þarf að smella á „Vista“
Eintök munu ekki berast
Ef hinsvegar það er alveg ljóst að viðkomandi eintök munu ekki berast, þá er einfaldast að afrita strikanúmerið, fara í eintakaleit og fjarlægja viðkomandi eintak.
Leita að strikamerkinu undir „Áþreifanleg eintök“.
Þegar færsla eintaksins birtist skal smella á „Fjarlægja“.
Þá birtist gluggi þar sem beðið er um staðfestingu á skipuninni um eyðingu.
Smella á „Staðfesta“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina