Athugið þetta skref er valkvætt og það fer eftir verkferlum hvort eigi skrá eintök í plöstun og frágang eða hvort eigi að fara beint í að ljúka ferli.
Til þess að skrá eintök í plöstun og frágang þarf að vera í „Móttekur eintök deildar“ (undir aðföng í vinstri valmyndinni).
Með því að skrá bækur í plöstun og frágang er hægt að halda betur utan um hvar eintök eru í aðfangaferlinu. Þá er einnig hægt að sía listann í „Móttekur eintök deildar“ og þannig sjá einungis eintök sem eru skráð í plöstun og frágang.
Til þess að skrá eintök í plöstun og frágang þarf að byrja á því að haka við þau eintök sem á að vinna með. Svo er farið í „Breyta stöðu“ og valið „Plöstun og frágangur 1“ og svo smellt á „Breyta stöðu“ bláa hnappinn.
Þá fá eintökin nýja ferilstöðu og hægt er að sía listann eftir þeirri ferilstöðu í „Staða ferils“
Þegar búið er að plasta bækurnar og þær eru tilbúnar til að fara upp í hillu þarf að ljúka við aðfangaferilinn.
Sjá leiðbeiningar fyrir næsta skref á aðfangafæribandinu:
6. Ljúka ferli (Móttekur eintök deildar eða skanna eintök)
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina