1. Pöntun

Breytt Wed, 6 Nóv, 2024 kl 11:31 AM

Hvort sem verið er að vinna með eintök fyrir framan sig eða það á eftir að panta eintökin, þá er byrjað á pöntunarferlinu. 


EFNISYFIRLIT


Skref 1 - Finna rétta bókfræðifærslu með ISBN númeri (eða titli) undir Allir titlar.



Það fyrsta sem þarf að gera er að nota leitastikuna efst í Gegni til þess að finna titilinn á eintakinu sem á að panta/tengja við. Best er að leita eftir ISBN númeri. Ef titill finnst ekki í safnakjarnanum þínum þarf að leita upp í landskjarna. Til þess að geta leitað í landskjarnanum þarf að nota leitina „Allir titlar“ ekki „Áþreifanlegir titlar“. Ef bókin finnst ekki í landskjarnanum á eftir að frumskrá bókina.



   

Skref 2 - Smella á pöntun, annaðhvort í hnöppunum eða í þrípunktunum.



Þegar þú hefur fundið þann titil sem þú ætlar að panta/tengja við skal smella á „Pöntun“ hjá titlinum eða smella á þrípunktinn og finna „Pöntun“ þar.


Skref 3 - Fylla út pöntunarglugga

Nú opnast pöntunargluggi.

  • velja í 1. reit „Ráðlagt: Prentuð bók – eitt skipti“,
  • velja í 2. reit þitt bókasafn.
  • velja í 3. reit  „Opið: Bók - sýndarbirgir“.
  • haka við „Úthluta safnskrá handvirkt“.  
  • smella á „Búa til innkaupapöntunarlínu“.
  • staðfesta staðfestingarskilaboð.


Ef á að panta eitthvað annað en bók svo sem spil eða heyrnatól þá skal velja „Áþreifanlegt – eitt skipti“ í „Tegund innkaupapöntunarlínu“ undir ráðlagt.


Í  „Tegund innkaupapöntunarlínu“ velja  „Ráðlagt: Prentuð bók – eitt skipti“.


Í „Eigandi innkauparpöntunarlínu“ er valið það bókasafn sem sér um innkaupin og borgar reikningana.


Í „Hlaða úr færslusniði“ er valið „Opið: Bók - sýndarbirgir“, en einnig er hægt að útbúa sín eigin sniðmát.



Mikilvægt er að haka við „Úthluta safnskrá handvirkt“ annars býr kerfið til eintak með engu strikamerki.


Að lokum smella á  „Búa til innkaupapöntunarlínu“ 


Ef það kemur upp sprettigluggi skal ýta á staðfesta. 




Skref 4 - Bæta við fjölda eintaka, safndeild og reglu eintaks

  • smella á  „Bæta eintökum við“  undir „Pöntuð eintök“ 
  • velja fjölda eintaka.
  • velja safndeildina.
  • velja reglur eintaks.
  • smella á „Vista“.
  • smella á „Panta núna“.
  • staðfesta Staðfestingarskilaboð.


Athugið hægt er að hoppa á milli kafla í pöntunarlínunni (POL) með því að smella réttan kafla í vinstri valmyndinni. 




Ef um annað en bók er að ræða skal setja inn viðeigandi efnistegund undir upplýsingar um innkaupapöntunarlínu. Eintökin sem verða til munu erfa þessa stillingu síðar í ferlinu.




Undir „Pöntuð eintök“ þarf að smella á „Bæta eintökum við“. Þá birtist formið til að setja inn fjölda eintaka og setja inn upplýsingar um þau.



Velja þarf rétta safndeild undir „Studd bókasöfn“. Mikilvægt er að nota reglu eintaks sem bókasafnið hefur notað áður. 


Smella svo á „Vista“.


Ef á að bæta við eintökum sem eiga að fara í fleiri safndeildir eða vera með aðrar reglur eintaks skal smella aftur á „Bæta eintökum við“.


Þegar smellt er á „Vista“ hnappinn við ofangreinda reiti þá birtast eintökin með einkvæmum strikamerkjum. Kerfið býr til einkvæmt strikamerki í þessu ferli fyrir hvert eintak. Þau eintök sem eru í sömu safndeild eru saman í forðafærslu.




Ef þið hafið bætt við of mörgum eintökum er hér hægt að smella á þrípunktana og velja „Eyða“.

 


Skref 5 - Smella á „Panta núna“    

Þegar búið er að bæta við eintökum skal smella á „Panta núna“.




Ekki skal ýta á „Vista" sem er efst á skjánum.

 

Nú opnast gluggi með staðfestingarskilaboðum og þar má smella á „Vista“







Gott er að endurtaka þetta ferli fyrir hvern titil sem þú ert með fyrir framan þig áður en farið er í næsta skref í ferlinu.  


Sjá leiðbeiningar fyrir næsta skref á aðfangafæribandinu:


 2. Móttaka titla (Taka á móti)

 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina