Það er hægt að setja inn bókamerki fyrir mikilvægar síður og þá verkþætti sem þú notar helst í Gegni. Bókamerkin getur hver og einn stillt sérstaklega fyrir sig og gert aðgengileg fyrir neðan efstu valmyndina.
Á myndinni hér fyrir neðan er dæmi um bókamerki sem starfsmaður hefur sett upp á forsíðuna hjá sér til að geta valið flýtileið í þessi verkefni.
Nýtt bókamerki
Ferlið við að setja inn bókamerki og vinna með þau er eftirfarandi.
Opna viðeigandi verkþátt í valmyndinni vinstra megin á skjánum, til dæmis Útlán. Þar má sjá lista yfir öll verkefni sem eru í boði. Til að merkja það sem á að verða flýtileið sem bókamerki á forsíðu er smellt á stjörnuna vinstra megin þannig að hún verði blá að lit.
Festa bókamerki á forsíðu
Smella á „Alma Vinnsla“ í valmyndinni vinstra megin á skjánum. Þar má sjá hvaða verkefni er búið að velja til birtingar en til að þau sjáist í Gegni þarf að smella á „Festa bókamerkjavalmynd“. Þar er einnig hægt að sjá hvaða flýtitakka á lyklaborðinu er hægt að ýta á til þess að komast inn á síðurnar. Til að endurraða bókamerkjatenglum er smellt á punktana fyrir framan og draga upp eða niður á listanum.
Hægt er að bæta fleiri bókamerkjum við síðar.
Bókamerkjavalmynd hét áður Hraðtenglavaldmynd.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina