Sjá myndband neðst á síðunni.
Til þess að lána út efni þarf að byrja á því að finna réttan lánþega. Þá er farið í „Útlán“ → „Umsjón með lánþegaþjónustu“ → „Skanna inn auðkenni lánþega eða leita að lánþega“.
Sjá „Að finna lánþegafærslu“
Til þess að geta fengið gögn að láni verður lánþegi að vera skráður í notendahóp og með virka lánþegaheimild á bókasafninu
Lánþegaþjónustusíðan opnast í útlánaglugga. Hér er þá hægt að skanna inn þau gögn sem lánþeginn vill fá lánað.
Kerfið stillir sjálfkrafa á „Þessi lota“. Það þýðir að aðeins þau gögn sem eru lánuð út í þessari vinnulotu koma fram á skjánum.
Hins vegar ef stillt er á að sía eftir „Allt“ þá er hægt að skoða öll gögn sem notandi er með í láni. Þessi stilling vistast þangað til henni er breytt aftur til baka.
Starfsmaður sér aðeins útlán á sínu bókasafni auk safna sem eru í útlánasamstarfi við bókasafn starfsmannsins. Þess vegna er ekki hægt að skoða útlán á óskyldum söfnum fyrir hönd lánþegans. Lánþeginn getur séð öll sín útlán á leitir.is, óháð söfnum.
Að lokinni afgreiðslu er gott að ýta á „Lokið“ til að hreinsa skjáinn. Hnappurinn „Lokið“ getur líka útbúið útlánakvittun sem sendist í tölvupósti til lánþegans, en það fer eftir stillingum safns. Mögulegar stillingar fyrir virkni hnappsins „Lokið“ eru:
- Tölvupóstur (sjálfgefin stilling)
Þegar ýtt er á „Lokið“ þá sendist útlánakvittunin í tölvupósti ef lánþeginn er með skráð „valið“ netfang. Ef ekkert „valið“ netfang er í lánþegafærslunni þá birtist prentgluggi fyrir útlánakvittunina og hægt er að velja hvort eigi að prenta kvittunina. - Enginn tölvupóstur
Þegar ýtt er á „Lokið“ þá birtist prentgluggi fyrir útlánakvittunina og hægt er að velja hvort eigi að prenta kvittunina. Enginn tölvupóstur er sendur. - Engin útlánakvittun
Þegar ýtt er á „Lokið“ verður engin útlánakvittun til, hvorki í tölvupósti né útprenti.
Öll söfn í grunnskóla-safnakjarnanum eru stillt á valkost C (engin kvittun). Önnur söfn eru stillt á valkost A þar til um annað er beðið.
Ef ekkert er aðhafst í kerfinu í smá tíma þá hreinsast skjárinn sjálfkrafa og fer yfir í „Umsjón með lánþegaþjónustu“. Í því tilviki er engin útlánakvittun send.
Hægt er að kalla lánþegann aftur fram með því að smella á klukkuna og velja úr lista yfir síðustu lánþega. Þessi listi hreinsast við útskráningu úr kerfinu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina