SpineOMatic – kjalmiðastillingar

Breytt Wed, 6 Nóv kl 2:13 PM

EFNISYFIRLIT


Í gamla SpineOMatic þá voru spássíur fastar í kerfinu sem gerði það að verkum að ef margir miðar voru prentaðir út í einu þá hliðruðust upplýsingarnar til á miðanum. Í lagfærðri útgáfu af SpineOMatic er búið að taka spássíurnar af þannig að upplýsingarnar á miðunum sitja betur og hægt er að prenta út marga miða í einu án þess að það hliðrist til. Einnig er búið að laga letrið og hvernig upplýsingarnar birtast á miðunum.


Athugið: Verið er að samræma gerðir miða. Öllum séróskum um útlit miða verður haldið í lágmarki.


Búið er að útbúa ný umbrot (layout) sem heita R 72 x 55, R 72 x 68 og R 87 x 80. Þessi umbrot eiga sér svo samsvarandi sniðmát (template). 

Sem dæmi þá passar umbrotið R 72 x 55 við sniðmátið L 55 V. 


Miðastærð

Það eru þrjár miðastærðir í notkun í bókasöfnum landsins. Litill miði L 55 (72x55), miðstærð M 68 (72x68) og stór miði S 80 (87x80). Miðstærðin (M 68) er algengasta miðastærðin. Í boði verða tvær stillingar fyrir miðana, miðjaðar upplýsingar (…M) og vinstri jafnaðar upplýsingar (…V).



R 72 x 55 → L 55 M|V

R 72 x 68 → M 68 M|VR 87 x 80 → S 80 M|V


A → Strikamerki

B → Kjalmiði

C → Upplýsingar

X → Ekki notað

Y → Ekki notað

 

Mismunandi tegundir miða

Venjulegur miði – 

þetta eru þeir miðar sem eru mest notaðir. SpineOMatic sækir upplýsingar á kjalmiðann í forðafærsluna. Á þessum miðum eru meðal annars upplýsingar um höfund, titil (tvær línur), lýsing, safndeild og safn. 


Fjölbindaverk – 

Þetta eru miðar fyrir fjölbindaverk, þ.e. mismunandi bindi af sömu bókinni. Upplýsingar um bindið eru sóttar í Upptalning A reitinn í eintaksforminu.  


Tímarit – 

Það þarf að hafa nokkrar útgáfur af miðum fyrir tímarit. Á þessum miðum verða væntanlega allar upplýsingar sem eru á venjulegu miðunum en við bætast upplýsingar sem fara á kjalmiðann og eru sóttar í Upptalning A og B og Tímatal I sviðin í eintakafærslunum. 

Þessir miðar eru merktir með …T og segja til um hvaða upplýsingar verða sóttar og settar á miðana, þ.e.a.s. Art, Arg eða Tbl. 

Dæmi: M 68 M T Art Arg Tbl. 


Upptalning A (Arg) - Árgangur 

Upptalning B (Tbl) - Tölublað

Tímatal I (Art) – Ártal


Upplýsingar á miðum – 

Það eru ákveðið margar línur fyrir upplýsingar á hverjum miða og það þarf að ákveða hvaða línur taka upp hvaða upplýsingar úr kerfinu. Ef nafn höfundar eða titill á efni er of langt þá býr kerfið til þrípunkta sem táknar að ekki allar upplýsingar koma fram á miðanum.


Stillingarmiði – 

Í sniðmátunum (template) er búið að útbúa stillingarmiða sem hægt er að nota til þess að athuga hvort að prentarinn og allar stillingar séu réttar. Miðarnir heita L 55 Stilling, M 68 Stilling og S 80 Stilling. Með því að prenta samsvarandi stillingamiða þá er hægt að greina hversu mikið þarf  að hliðra miðana til svo að þær prentist rétt út. 


Til þess að hliðra miðana til þarf að laga stillingar í prentara reklinum (driver).  

 

Stillingar í prentara rekli (driver)

Mikilvægt er að stillingarnar í prentara reklinum samsvari miðastærðunum sem eru í notkun. Til þess að skoða stillingarnar á reklinum er farið í „printer settings“  smellt á miðaprentarann og valið „manage“ svo er farið í „printing preferences“.


Hér til fyrir neðan er dæmi um stillingar fyrir miðstærða miða. 



Það eru ýmsar stillingar í boði í rekklinum sem hægt er að skoða undir „Options“ og „Settings“. Til að mynda er hægt að laga hraðann á útprentuninni í „Speed“ sem hefur áhrif á gæði, strikamerkin koma oft betur út þegar það er hægt á útprentun. 

Einnig er hægt að velja hversu feitletrað letrið  á miðunum á að vera í „Darkness“.

Það er hægt hliðra miða til sem prentast ekki rétt út í „Advanced setup“ undir „Adjustments“.



Til þess að hliðra miðana til:


Upp = Top í –

Niður = Top í +

Vinstri = Left í +

Hægri = Left í –


Stundum gæti þurft að fínstilla og endurstilla rekilinn þar sem miðar eiga það til að hliðrast aðeins eftir margar prentanir. Til þess að endurstilla rekillinn er farið í „printing preferences“ velja þar „Advanced setup“ og smella á takkann „Calibrate“. 

 

Mismunandi vafrar

Það fer eftir vöfrum hvernig stillingar vistast þegar kemur að prentun. Það er mælt með því að reyna að tileinka Gegni (Ölmu) einn vafra og nota annan vafra ef það þarf að prenta eitthvað út af netinu. Annars geta stillingar hliðrast til og það þarf að breyta þeim til baka næst þegar farið er að prenta út kjalmiða. Firefox hefur reynst best þegar kemur að prentarastillingum og gæði.

Þessum stillingum er breytt þegar búið er að ýta á prenta, þá kemur upp gluggi með stillingum og þar verður að passa að Margins (spássíur) séu stilltar á None (engar). 

Hér eru dæmi úr algengustu vöfrunum um hvaða stillingar þurfa að vera til staðar í vöfrunum til þess að miðarnir prentist rétt út:


      Graphical user interface, application, Teams 
Description automatically generated         Graphical user interface, application 
Description automatically generated                   Graphical user interface, text, application 
Description automatically generated

                Firefox                                       Chrome                                                   Edge


Að prenta út kjalmiða

Til þess að prenta út kjalmiða notum við SpineOMatic appið í miðstöð skýjaforrita. Til þess að nota nýju miðanna og prenta fleiri miða í einu er búið að bæta við haki í SpineOMatic sem heitir „Enable marginless templates and layouts“. Ef hakað er við það hættir SpineOmatic að bæta við spássíum. 



Athugið það þarf að nota nýju miða umbrotin (layout) og samsvarandi sniðmát (template) til þess að þessi stilling virki (L55, M 68 og S 80). Gömlu miðarnir virka ekki með þessari stillingu. 


Einnig er mikilvægt að athuga að þessi stilling vistast ekki inni og því þarf að virkja hana í hvert skipti sem maður skráir sig inn í kerfið. 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina