Stundum þarf að tengja efni inn á safn en engin bókfræðifærsla er til fyrir viðkomandi gagn. Í þeim tilvikum eru notaðar safnfærslur. Þetta geta verið tól og tæki, t.d. fartölvur eða vasareiknar, spil, bækur og í rauninni hvað sem er.
Hægt er að óska eftir safnfærslum með því að senda inn verkbeiðni, annað hvort á þjónustuvefnum eða með því að senda tölvupóst á hjalp@landskerfi.is
Safnfærslurnar eru merktar hverju safni, t.d. SELAA safnfærsla (spil og leikföng). Hvert safn getur átt margar safnfærslur fyrir mismunandi efni, t.d á Bókasafn Seltjarnarness þrjár safnfærslur:
Ef smellt er á „Áþreifanlegt“ og síðan „Eintök“, er hægt að sjá nánari lýsingu á hverju gagni fyrir sig.
Sjá nánari lýsingu gagna í þremur safnfærsluflokkum á Bókasafni Seltjarnarness.
Dæmi: SELAA safnfærsla (spil og leikföng)
Dæmi: SELAA safnfærsla (tæki og tól)
Dæmi: SELAA safnfærsla (bækur og önnur gögn)
Nýtt eintak tengt á safnfærslu
Aðferðin við að tengja gögn á safnfærslu er sú sama og þegar annað efni er pantað.
Fyrst þarf að finna þá færslu sem á að nota, senda inn pöntun og taka á móti. Þá þarf að fara í „Móttekur eintök deildar“ og breyta færslunni fyrir eintakið eins og þarf.
Safnfærslur eru undantekning frá þeirri reglu að í lýsingu megi ekki setja neitt nema bindisnúmer fjölbindaverka og heftisnúmer tímarita.
Þar sem sama færsla er notuð fyrir mismunandi titla, tæki o.s.frv. þarf að setja í lýsinguna hvað þetta tiltekna eintak er, þ.e. titil og höfund bókar, eða ef þetta eru tæki og tól þarf að segja til um hvort þetta sé iPpad eða vasareiknir og jafnvel númer ef mörg samskonar tæki eru tengd. Þá gæti lýsingin verið t.d. iPad nr.1.
Þegar verið er að tengja bækur borgar sig að setja ISBN númer bókarinnar með. Þá er auðveldara að leita og breyta ef bókin er skráð seinna meir og hægt að hengja hana á bókfræðifærslu fyrir titilinn.
Í reitnum „Lýsing“ þarf að lýsa gagninu.
Í reitinn „Staðsetning eintaks“ má setja það sem á að koma á kjalmiðann.
Þá þarf að nota annað sniðmát en venjulega þegar kjalmiðinn er prentaður út.
Fyrir flestar tegundir miða eru til sniðmát sem eru með Safnfærsla í heitinu.
Ef ekkert slíkt sniðmát er til fyrir þá miða sem notaðir eru á safninu þarf að senda inn verkbeiðni til Landskerfis bókasafna og óska eftir að það verði búið til.
Kerfið þarf að vita að í þessu tilviki eigi að sækja upplýsingar á kjalmiðann í eintaksfærsluna en ekki forðafærsluna eins og venjulega.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina