Sjá myndband neðst á síðunni.
Til þess að bæta við sekt eða fella niður sektir og gjöld er smellt á upphæðina á lánþegaþjónustu síðunni eða leitað að lánþega og smellt á flipann „Sektir/gjöld“. Sjá nánar: Að skoða sektir og gjöld.
Að bæta við sekt eða gjaldi
Þegar búið er að opna síðuna „Sektir/gjöld“ er hægt að smella á hnapp sem heitir „Bæta við sekt eða gjaldi“.
Þá opnast form sem þarf að fylla inn í.
- Það þarf að velja „Tegund gjalds“ úr felliglugga.
- Velja „Eigandi“ sem er bókasafnið sem skráir sektina.
- Svo skal velja upphæð gjalds.
- Einnig er hægt að bæta við athugasemd eða tengja eintak við sektina ef við á.
Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal smella á „Bæta við og loka“.
Að fella niður sektir eða gjöld
Hægt er að fella niður stakar sektir með því að fara í þrípunktana hjá sektinni og velja fella niður.
Einnig er hægt að haka við þær sektir og þau gjöld sem á að fella niður og velja „Fella niður valin atriði“.
Þá opnast síða þar sem hægt er að fylla út ástæðu niðurfellingar og skrifa athugasemdir. Einnig er hægt að velja upphæð sem á að fella niður ef aðeins á að fella niður hluta af skuldinni.
Eða „Fella allt niður“ ef á að fella allt niður.
Þá opnast yfirlit yfir þær sektir sem á að fella niður, upphæð samtals og hægt er að velja ástæðu niðurfellingar úr felliglugga. Einnig er hægt að bæta við athugasemdum.
Að lokum er smellt á „Fella niður“, þá opnast gluggi þar sem skal „Staðfesta“ niðurfellingu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina